Erlent

Reyndi að myrða nemanda sinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Grunnskólakennari í Mansfield á Englandi er í haldi lögreglu, grunaður um að reyna að myrða einn nemenda sinna og stórslasa annan. Starfsfólk skólans og nemendur eru í áfalli og segja það ótrúlegt að maðurinn skyldi leggja hendur á nemendur sína en hann hafi alla tíð verið með vinsælli kennurum All Saints-skólans sem er kaþólskur. Einn nemandi skólans sagði í viðtali við Telegraph að atvikið kæmi mjög á óvart, þessi tiltekni kennari væri síðasti maðurinn sem honum kæmi til hugar að gripi til ofbeldis. Hinn grunaði verður yfirheyrður í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×