Erlent

Harðvítug mótmæli halda áfram í Kína

Frá Urumchi, höfuðborg Xinjiang-héraðs, í Kína.
Frá Urumchi, höfuðborg Xinjiang-héraðs, í Kína. Mynd/AP
Harðvítug mótmæli halda áfram í Kína. Forseti landsins hefur snúið heim frá Ítalíu og mun ekki sitja leiðtogafund G8 ríkjanna vegna ástandsins.

Yfir þúsund Han Kínverjar hafa safnast saman í Urumchi, höfuðborgar Xinjiang-héraðs í Kína. Óeirðarlögreglan reynir að leysa upp mótmælin sem hafa staðið yfir frá því um helgina. Átökin eru milli Han Kínverja, annars vegar og hins vegar úígúra sem hafa krafist sjálfstæðis frá því snemma á síðustu öld.

Enn er óljóst hve margir hafa látið lífið í mótmælunum. Opinberar tölur eru 156. Sú tala stangast þó töluvert á við það sem Rebiya Kadee, útlægum leiðtoga úígúra skrifar í Asíuútgáfu Wall Street Journal í dag. Þar segir hún að samkvæmt heimildarmönnum sínum hafi lögreglan orðið allt að 400 úígúrum að bana.

Lögreglan notaði bæði skotvopn og barefli til að leysa upp mómælin sem fóru úr böndunum á sunnudag. Tæplega 1100 hafa særst í átökunum og rúmlega 1400 hafa verið handteknir. Átökin milli þjóðarbrotanna eru þau verstu í Kína frá því stjórnvöld stóðu fyrir fjöldamorðum á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989.




Tengdar fréttir

Á annað hundrað látnir í óeirðum í Kína

Að minnsta kosti 140 eru látnir og hátt í þúsund slasaðir eftir óeirðir í Xinjiang-héraðinu í Kína í gær. Þar kom til átaka milli úigúia og Han-Kínverja en þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í kínverska samfélaginu.

Enn mótmælt í Xinjiang

Enn halda mótmæli og átök áfram í Xinjiang-héraðinu í vesturhluta Kína en þar hafa íslamskir úígúar átt í harðvítugum deilum við Han-Kínverja þar sem þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í samfélaginu.

Hátt á annað hundrað látnir

Að minnsta kosti 156 manns biðu bana og yfir 800 særðust á sunnudag í harðvítugum átökum, sem brutust út í kjölfar mótmælasamkomu í Urumqi, höfuðborg Xinjiang-héraðs vestast í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×