Erlent

Glæpatvíburar í Varde loks sakhæfir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tvíburabræður á unglingsaldri í danska bænum Varde hafa haldið samfélaginu þar í heljargreipum árum saman með skemmdarverkum og annarri andfélagslegri hegðun. Tjónið sem bræðurnir hafa valdið hleypur á milljónum en meðal annars óku þeir dráttarvél inn í neysluvatnsbirgðastöð bæjarins og ofan í vatnstank þar, brutu rúður í fjölda bíla og stórskemmdu barnaskólann. Nýlega urðu þeir hins vegar 15 ára og þar með sakhæfir og nú bíður fyrsta ákæran þeirra en hún er fyrir að stela vörubíl og aka honum gegnum plastverksmiðju á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×