Erlent

Hökkuðu sig inn í farsíma stórstjarna og stjórnmálamanna

Kristín María Birgisdóttir skrifar
John Prescott.
John Prescott. Mynd/AP
Breska blaðið The Guardian segir fjölmiðlafyrirtækið sem meðal annars gefur út æsifréttablöðin News of the World og The Sun í Bretlandi hafa hakkað sig inn í farsíma þúsundir manna, meðal þeirra séu stórstjörnur og stjórnmálamenn.

Málið uppgötvaðist upp þegar lögreglan komst á snoðir um að fjölmiðlar frá News International væru að nota rannsóknarmenn til að komast ólöglega yfir símsvaraskilaboð. Fyrirtækið sem meðal annars gefur út stjörnutímaritin News of the world og The Sun, er sagt hafa boðist til að borga yfir milljón pund til að þagga málið niður samkvæmt breska blaðinu The Guardian. Bæði blöðin eru þekkt fyrir að fjalla ítarlega um líf stórstjarna og stjórnmálamanna í Bretlandi.

Í blaðinu kemur einnig fram að þingmenn allra flokka hafi verið meðal skotmarka, einnig fyrrum staðgengill forsætisráðherra, John Prescott og ráðherrann Tessa Jowell. Þá var stórfyrirsætan Elle McPherson, óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Paltrow og söngvarinn George Michael, einnig meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á farsímahökkurum.

Talsmaður News International sagðist ekki geta svarað fyrir ásakanirnar að svo stöddu.

Málið er litið mjög alvarlegum augum í Bretlandi og hefur John Prescott krafið lögreglu svara en málið er nú til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×