Erlent

Farþegi lést eftir Íslandsferð

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Marco Polo skemmtiferðaskipið.
Marco Polo skemmtiferðaskipið.

Farþegi skemmtiferðaskipsins The Marco Polo lést á mánudag er skipið var á leið frá Íslandi til hafnar í Englandi. Talið er að maðurinn, sem var á áttræðisaldri, hafi fengið hjartaáfall.

Sigling skipsins er sannkölluð ólukkuferð, því um 380 manns um borð smituðust af magakveisu sem svipar til nóróveirusýkingar um helgina. Teymi lækna og hjúkrunarfræðinga veitir nú fólkinu nauðsynlega aðstoð um borð, en þeim, sem eru einkennalausir, hefur verið leyft að fara frá skipinu.

Skipið er nú í Invergordon höfn í Skotlandi, en skipið lá við festar í Reykjavíkurhöfn undir lok júní. Samkvæmt enskum fjölmiðlum kom einhverskonar smitkveisa upp um borð þegar skipið sigldi um Ísland, sem mun þó vera ótengd nóróveirusýkingunni.

Þetta er ekki fyrsta óhappið sem kemur upp í ferð skips um Íslandsstrendur, en mörgum er eflaust í fersku minni þegar lögregla rannsakaði mannslát í skemmtiferðaskipinu Aurora í júní síðasta sumar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×