Erlent

Stefnir í verkfall hjá British Airways

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sumarfrí fjölmargra Breta gætu farið úr skorðum vegna yfirvofandi verkfalls starfsmanna flugfélagsins British Airways. Talin er hætta á að af því verði, eftir að starfsmennirnir greiddu nánast allir sem einn atkvæði gegn niðurskurðartillögum félagsins í gær. Tillögurnar gengu meðal annars út á að segja upp mörg þúsund manns, lækka byrjunarlaun og frysta launagreiðslur, þannig að engin laun yrðu greidd fyrir júlímánuð fyrr en betur áraði hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×