Erlent

Castro spáir valdaránum

Manuel Zelaya. Mynd/AP
Manuel Zelaya. Mynd/AP Mynd/AP
Fidel Castro fyrrverandi leiðtogi Kúbu spáir því að ef Manuel Zelaya forseti Honduras fái ekki að taka aftur við embætti sínu muni hvert valdaránið af öðru verða framið í Suður-Ameríku.

Hæstiréttur Hounduras skipaði hernum að flytja Zelaya í útlegð til Puerto Rico í síðasta mánuði. Áður hafði Zelaya hunsað vilja bæði hæstaréttar og þingsins þegar hann reyndi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem hefðu gert honum kleift að sitja áfram að völdum.

Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt valdaránið og krafist þess að forsetinn fái aftur embætti sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×