Erlent

Enn mótmælt í Xinjiang

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá vettvangi mótmælanna í gær.
Frá vettvangi mótmælanna í gær. MYND/Reuters

Enn halda mótmæli og átök áfram í Xinjiang-héraðinu í vesturhluta Kína en þar hafa íslamskir úígúar átt í harðvítugum deilum við Han-Kínverja þar sem þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í samfélaginu. Í átökum gærdagsins féllu 156 manns og hátt í þúsund hlutu meiðsli þegar 20.000 manna lið lögreglu og hers reyndi að stilla til friðar. Þá hafa vel á annað þúsund verið handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×