Erlent

Jackson lagður til hinstu hvílu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Stevie Wonder, Lionel Richie og Mariah Carey verða meðal þeirra söngvara sem heiðra minningu poppgoðsins Michaels Jackson við minningarathöfn sem haldin verður um hann í dag í Staples Center í Los Angeles. Útförin fer fram í kyrrþey snemma morguns miðað við Kaliforníutíma og verður Jackson lagður til hinstu hvílu í grafreit í Los Angeles. Enginn skortur verður á frægum einstaklingum við minningarathöfnina og má, auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir, telja upp Martin Luther King þriðja, körfuknattleiksmennina Kobe Bryant og Magic Johnson auk söngvarans Smokey Robinson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×