Erlent

Gripið verður til aðgerða gegn hlýnun jarðar

Kristín María Birgisdóttir skrifar
Mótmælendur létu sig ekki vanta. Mynd/AFP
Mótmælendur létu sig ekki vanta. Mynd/AFP
Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims samþykktu í dag að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar. Aðgerðin mun hafa áhrif á losun gróðuhúsalofttegunda um allan heim.

Fundurinn hófst um hádegisbilið í dag og verða umhverfis- og efnahagsmál helstu umræðuefni leiðtoganna.

Leiðtogarnir samþykktu í dag að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hlýnun jarðar. Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmanni sem ekki vildi láta nafn síns getið mun aðgerðin hafa í för með sér verulega skerðingu á losun gróðurhúsaloft-tegunda um allan heim. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt sagði í samtali við fjölmiðla í dag, þetta vera stærsta skref fundarins hingað til. Evrópusambandið hafi þegar sett fram sömu viðmið og sagði Reinfeldt að það myndi hafa í för með sér miklar skerðingar á losun gróðurhúsalofttegunda.

Leiðtogarnir sögðu í sameiginlegri ályktun sem þeir sendu frá sér í dag, hafa mikinn metnað fyrir því að ná alhliða samningi í loftlagsmálum. Þar hvöttu þeir önnur ríki heims til að leggja þeim lið svo undirrita mætti öflugan loftlagssamning. Gert er ráð fyrir að samningurinn um loftlagsmál verði undirritaður í Kaupmannahöfn í desember.

Á fundinn vantaði þó leiðtoga Kína sem þurfti frá að hverfa vegna óstöðugs ástands heima fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×