Erlent

Gatt-viðræðum verði hraðað

Jarðskjálftaskemmdir skoðaðar
Makar leiðtoga G8-ríkjanna skoða ummerki jarðskjálftans mikla í L‘Aquila.
fréttablaðið/AP
Jarðskjálftaskemmdir skoðaðar Makar leiðtoga G8-ríkjanna skoða ummerki jarðskjálftans mikla í L‘Aquila. fréttablaðið/AP

Leiðtogar átta auðugustu ríkja heims og fimm upprennandi efnahagsvelda samþykktu í gær að GATT-viðræðunum um aukið frelsi í heimsviðskiptum verði hraðað. Nú er stefnt að því að ljúka þeim á næsta ári, en upphaflega átti þeim að ljúka með samningi árið 2004.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi leiðtogana hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt í loftslagsmálum. Barack Obama Bandaríkjaforseti tók í sama streng og hvatti stjórnmálamenn til að láta efnahagserfiðleika ekki draga úr sér kjark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×