Erlent

Franskir ferðamenn verstir í heimi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ferðamaður, sennilega franskur, situr einn við borð í Kaíró í Egyptalandi.
Ferðamaður, sennilega franskur, situr einn við borð í Kaíró í Egyptalandi.

Þeir eru hrokafullir, þrjóskir og tala yfirleitt ekkert tungumál nema sitt eigið. Hverjum er lýst þarna? Auðvitað Fransmönnum. Nú hefur það verið staðfest með könnun TNS Infratrest að franskir ferðamenn eru með öllu óþolandi. Ofan á allt annað eru þeir nískir og eyða mun minna fé á ferðum sínum en hinn hefðbundni ferðamaður.

Tungumálaörðugleika Frakkanna má hugsanlega skýra með því að þeir eru ekkert sérstaklega miklir heimsborgarar, 90 prósent Frakka ferðast eingöngu innanlands, svona líkt og Íslendingar ætla að gera í sumar. Flestir þeir ferðaþjónustuaðilar sem leitað var til í könnuninni voru á einu máli um það að Frakkar væru ákaflega hrokafullir og ætluðust hreinlega til þess að hótelstarfsfólk um allan heim talaði tungu þeirra. Þetta ástand leiddi svo til árekstra sem væru oft og tíðum allt annað en skemmtilegir. Hver hefur áhuga á að fá svona pakk í heimsókn?

Nágrannar Frakka, Þjóðverjar, eru hins vegar álitnir bestu ferðamenn Evrópu og Bretar koma næst á eftir þeim. Og hverjir skyldu þá vera bestu ferðamenn heimsins að áliti þeirra sem starfa í bransanum? Jú, Japanar, enda leitun að kurteisara og hógværara fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×