Erlent

Hitlerstré veldur deilu í pólskum bæ

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Adolf Hitler.
Adolf Hitler. MYND/Getty Images

Eikartré í bænum Jaslo í Suðaustur-Póllandi, sem á sínum tíma var gróðursett á afmælisdegi Adolfs Hitler árið 1942 honum til heiðurs, verður að öllum líkindum öxinni að bráð fái bæjarstjórinn að ráða. Þessi uppruni trésins kom ekki í ljós fyrr en farið var að rýna í gömul gögn til að ákvarða vegstæði nýrrar hraðbrautar. Kazimierz Polak, íbúi bæjarins sem er um sjötugt og var viðstaddur gróðursetninguna sem barn, er ekki sammála bæjarstjóranum og telur að eikin eigi að fá að standa. Það sé ekki hennar sök þótt hún hafi verið gróðursett til dýrðar manni sem var valdur að dauða sex milljóna Pólverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×