Erlent

Mannréttindasamtök áhyggjufull vegna mótmælanna í í Xinjiang

Sigurður Mogensen skrifar
Frá vettvangi mótmælanna í gær. MYND/Reuters
Frá vettvangi mótmælanna í gær. MYND/Reuters
Kínversk stjórnvöld hafa sett á útgöngubann í höfuðborg Xinjiang héraðs í vesturhluta Kína, þar sem harðvítug átök hafa átt sér stað síðustu daga. Mannréttindasamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu.

Mótmæli og átök héldu áfram í Xinjiang héraðinu í vesturhluta Kína í dag, en þar hafa íslamskir úígúar átt í harðvítugum deilum við Han-Kínverja. Þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í samfélaginu.

Um 160 hafa fallið í átökunum og hátt í þúsund manns særst. Vel á annað þúsund hafa verið handteknir. Hundruð Han-Kínverja gengu um götur borgarinnar í dag og veifuðu hnífum og bareflum. Tugir þúsunda lögreglumanna og hermanna hafa staðið vaktina á götum kínversku borgarinnar.

Stjórnvöld í Kína hafa nú sett útgöngubann á í höfuðborg kínverska héraðsins og mun útgöngubannið gilda frá klukkan níu í kvöld að kínverskum tíma til átta morguninn eftir.

Mannréttindasamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu en um 1500 manns eru í haldi lögreglu eftir átökin. Mótmælin eru einhver þau fjölmennustu frá óeirðunum á Torgi hins himneska friðar fyrir um tveimur áratugum.




Tengdar fréttir

Enn mótmælt í Xinjiang

Enn halda mótmæli og átök áfram í Xinjiang-héraðinu í vesturhluta Kína en þar hafa íslamskir úígúar átt í harðvítugum deilum við Han-Kínverja þar sem þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×