Erlent

Bretar reiðubúnir að fækka kjarnavopnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Stjórnvöld í Bretlandi segjast reiðubúin til að fækka kjarnorkuvopnum sínum ef Norður-Kóreumenn og Íranar hætta við sínar kjarnorkuáætlanir. Þetta sagði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, á G8-ráðstefnunni á Ítalíu í vikunni. Brown sagði að nú væri þörf á samkomulagi milli kjarnorkuvelda og verðandi kjarnorkuvelda um að hægja á vígbúnaðarkapphlaupinu og draga úr framleiðslu kjarnavopna. Bretar eiga um þessar mundir 160 kjarnaodda en í skýrslu bresku stjórnarinnar frá árinu 2006 kemur fram að til standi að fækka þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×