Erlent

Óska eftir að ráða norn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi sinnir starfinu núna en hættir von bráðar.
Þessi sinnir starfinu núna en hættir von bráðar. MYND/Telegraph

Ferðamannastaðurinn Wookey Hole Caves í Somerset á Englandi auglýsir nú eftir norn og býður jafnvirði rúmra 10 milljóna króna í árslaun fyrir stöðuna. Hæfisskilyrðin eru ekki ýkjaflókin, umsækjandinn þarf að vera í stakk búinn til að fræða ferðamenn um galdra og fordæðuskap, búa yfir sannfærandi hlátri og má ekki hafa ofnæmi fyrir köttum. Aðstandendur Wookey Hole hvetja jafnt karla sem konur til að sækja um starfið, sem byggir á sögum um gamla konu sem í fyrndinni bjó í helli á svæðinu ásamt ketti sínum og geitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×