Fleiri fréttir

Múslimar nú fjölmennari en kaþólikkar í heiminum

Samkvæmt árbók Vatikansins fyrir 2008 sem var að koma út eru múslimar nú orðnir fjölmennari en kaþólikkar í heiminum. Samkvæmt bókinni eru 19,2% jarðarbúa múslimar á móti 17,4% kaþólikka.

Al-Sadr dregur herlið til baka

Róttæki sjíaklerkurinn Moqtada al-Sadr skipaði í dag hersveitum sínum að hverfa af götum borga í suðurhluta Íraks og hætta árásum á íraska hermenn. Átök síðan á þriðjudag hafa kostað nærri 240 manns lífið.

Erfðavísar krossfaranna finnast í Líbanon

Vísindamenn hafa fundið erfðavísa frá krossförunum í Líbanon. Um er að ræða sérstaka DNA "skrift" í fólki í landinu og er hún rakin til krossfaranna sem bjuggu þarna frá tólftu til fjórtándu aldar.

Clinton ætlar ekki að gefast upp

Hillary Clinton hét því í gær að hún myndi halda áfram að berjast fyrir sigri á Barack Obama um útnefningu á forsetaefni demókrata.

Átta þúsund huldumenn á kjörskrá

Afrískir eftirlitsmenn, sem fylgjast með kosningunum í Zimbabwe, sögðu nú seinnipartinn að þeir hefði fundið lista yfir nöfn kjósenda í kosningunum sem þar fara fram í dag.

Nota SMS tækni til að veiða minka

Danir nýta sér SMS smáskilaboðatækni við að fanga minka í gildrur. Vandamál vegna villtra minka fara vaxandi ef marka má frétt Danmarks Radio.

Kosið í Simbabve

Loftið er lævi blandið í Afríkuríkinu Simbabve í dag. Forsetakosningar fara þar fram í dag. Robert Mugabe núverandi forseti sækist þar eftir umboði til að stjórna landinu sjötta kjörtímabilið í röð en hann var fyrst kosinn 1980.

Þing Pakistans kaus forsætisráðherra

Þing Pakistans kaus í morgun nýjan forsætisráðherra landsins. Jusef Rasa Gialani var einróma kjörinn. Gilani segir baráttuna gegn hryðjuverkum verða helsta áherslumál nýrrar stjórnar.

Hundruð farþega strandaglópar á Heathrow

Útlit er fyrir að breska flugfélagið British Airways þurfi að aflýsa nærri hundrað flugferðum frá nýrri flugstöð Heathrow-flugvallar í Lundúnum um helgina vegna vandræða með innritun farþega og skráningu farangurs.

Dalai Lama vill friðsamar viðræður um Tíbet

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, neitar staðfastlega ásökunum kínverskra yfirvalda um að hann standi á bak við mótmæli sem geisað hafa í landinu. Hann segist ekki sækjast eftir aðskilnaði Tíbets frá Kína og að hann hafi enga löngun til þess að skemma umgjörð Ólympíuleikana sem fram fara í Beijing í sumar.

Liveleak fjarlægir mynd Wilders vegna hótana

Netsíðan Liveleak.com sem fyrst varð til að birta hina umdeildu mynd Fitna, eftir hollenska þingmanninn Gert Wilders, hefur nú ákveðið að fjarlægja myndina í kjölfar hótana.

Barist um Basra

Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst.

Betancourt gæti fengið frelsi

Kólumbíumenn hafa boðist til að láta skæruliða lausa úr fangelsi í skiptum fyrir forsetaframbjóðandann Ingrid Betancourt. Hún hefur verið í gíslingu hjá FARC skæruliðum í frumskógum Kólumbíu í 6 ár.

ESB hættir við mozzarella bann

Evrópusambandið hefur fallið frá áformum sínum um evrópubann á ítalskan mozzarella ost frá sunnanverðri Ítalíu. Ráðamenn á Ítalíu hafi brugðist rétt við gruni um að ostur frá tilteknum framleiðendum hefði mengast.

SÞ segja glæpasamtök á bakvið morð Hariri

Sönnunargögn benda til þess að Rafik Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon hafi verið myrtur af glæpasamtökum. Þetta er niðurstaða rannsóknarteymis Sameinuðu þjóðanna sem segir að glæpasamtök hafi fylgst með forsætisráðherranum í aðdraganda morðsins. Enginn er þó nafngreindur í því samhengi.

Sex meintir hryðjuverkamenn ekki ákærðir í Danmörku

Ríkissaksóknari Danmerkur hefur ákveðið að falla frá því að ákæra sex manns sem handteknir voru í september síðastliðnum grunaðir um að leggja ráðin um hryðjuverk í Danmörku eða annars staðar.

Segjast vita hver myrti Politkovskaju

Rússnesk yfirvöld segjast vita hver hafi staðið á bak við morðið á rússensku blaðakonunni Önnu Politkovskaju fyrir um einu og hálfu ári. Frá þessu greinir fréttastofa Itar-Tass.

ESB bannar lífshættulegan mozzarella-ost

Evrópusambandið hefur skipað Ítölum að koma með öllum ráðum í veg fyrir að mozzarella-ostur, sem inniheldur þrávirka eiturefnið díoxín, komist í hillur verslana þar í landi.

Öryggissveitir Simbabve í viðbragðsstöðu vegna kosninga

Öryggissveitir í Simbabve eru í viðbragðsstöðu af ótta við ofbeldi vegna forsetakosninga sem fara fram í landinu á laugardag. Sveitirnar munu einnig varna því að frambjóðendur lýsi yfir sigri í kosningunum áður en endanleg úrslit liggja fyrir.

Norður-Kóreumenn minna á sig

Spenna virðist vera að magnast á milli stjórnvalda í Norður-Kóreu og nágrannaríkinu Suður-Kóreu eftir að þau fyrrnefndu skutu tilraunaflaug út á Gulahaf í nótt.

Al-Sadr hvetur til friðar

Íraski klerkurinn Moqtada al-Sadr hvatti í dag stríðandi fylkingar til þess að leggja niður vop í Írak. Hörð átök hafa geisað á milli stuðningsmanna hans og íraskra öryggissveita í suðurhluta landsins og í höfuðborginni Bagdad.

Franskur raðmorðingi þegir í réttarsalnum

Frakkinn Michel Fourniret, sem grunaður er um að hafa myrt og misnotað sjö stúlkur og konur í Frakklandi og Belgíu á árunum 1987 – 2003, neitaði að tjá sig um málið við dómara í dag yrði réttarsalurinn ekki ruddur.

Munkarnir höfðu aðra sögu að segja

Tilraun kínverskra stjórnvalda til að sýna erlendum fréttamönnum fram á að sátt ríkti nú í Tíbet fór illilega út um þúfur í morgun.

Obama og Bush eru frændur

Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru núverandi forseti Bandaríkjanna, George Bush, og hugsanlegur verðandi forseti, Barack Obama, skyldir.

Sjá næstu 50 fréttir