Erlent

Dalai Lama vill friðsamar viðræður um Tíbet

Dalai Lama ásamt Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Dalai Lama ásamt Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, neitar staðfastlega ásökunum kínverskra yfirvalda um að hann standi á bak við mótmæli sem geisað hafa í landinu. Hann segist ekki sækjast eftir aðskilnaði Tíbets frá Kína og að hann hafi enga löngun til þess að skemma umgjörð Ólympíuleikana sem fram fara í Beijing í sumar.

Leiðtoginn var á ferð um Nýju Delhi í dag þegar hann gaf út yfirlýsinguna og hvatti hann kínversk yfirvöld til þess að koma á friðsömum viðræðum við fólkið í Tíbet.

Yfirvöld í Kína hafa kennt Dalai Lama og fylgismönnum hans um ofbeldisölduna sem hefur risið að undanförnu í Tíbet en Kínverjar hafa verið gagnrýdir fyrir að taka hart á andófsmönnum í landinu.

George Bush Bandaríkjaforseti sagðis í dag hafa talað forseta Kína Hu Jintao fyrr í vikunni í síma þar sem hann hafi sagt honum að það væri Kínverjum fyrir bestu að koma á samræðuvettvangi við Tíbeta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×