Fleiri fréttir

Frönskum dátum í Afganistan fjölgar

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, lýsti því yfir í dag að Frakkar hyggðust senda fleiri hermenn til Afganistan til þess að styðja við aðgerðir NATO í landinu. Sarkozy er í opinberri heimsókn á Bretlandi sagði í dag að formlega yrði tilkynnt um fjölgunina á næsta NATO fundi sem fram fer í Búkarest í næstu viku.

Eldri handrit Shakespeares brátt rafræn

Tvö bókasöfn í Bandaríkjunum og Bretlandi hyggjast eiga í samvinnu um að birta öll handrit að leikritum Williams Shakespeare eldri en frá 1641 á Netinu.

Barni bjargað úr brunni eftir 27 tíma

Tveggja ára gamalli stúlku var bjargað í dag úr brunni á Indlandi eftir að vera föst þar í 27 klukkustundir. Vandana var að leika sér þegar hún féll tæpa 14 metra niður óvarinn brunninn skammt frá höfuðborginni New Delhi. Herinn var kallaður til aðstoðar og björgunarmenn grófu göng niður við hlið brunnsins þar sem Vandana sat föst.

Kínverjar ósáttir við sendingu eldflaugahluta

Kínversk stjórnvöld lýstu í dag andúð sinni á sendingu frá Bandaríkjunum sem innihélt hluta í skotflaugar og fór að sögn bandarískra hermálayfirvalda til Taiwan fyrir slysni.

Flugmaður hleypti af byssu í flugstjórnarklefa

WASHINGTON (CNN) Flugmanni hjá flugfélaginu US Airways hefur verið vikið úr starfi eftir að hann hleypti fyrir slysni af skammbyssu í flugstjórnarklefa vélar sem hann flaug á laugardag.

Vaxandi ólga í Tíbet

Enn halda mótmæli áfram í Tíbet vegna framferðis kínverskra stjórnvalda en í dag vöktu nokkur hundruð mótmælendur athygli á málstað sínum með því að setjast niður á götu í Qinghai-héraði í vesturhluta landsins.

Hluti af eldflaug féll nærri kamri

Bóndi, sem rekur býli sitt nærri Baikonur-geimskotstöðinni í Kasakstan, hefur stefnt hinni rússnesku Roskosmos-geimferðastofnun eftir að þriggja metra langur málmhlutur féll af geimflaug og lenti á landareign hans, aðeins steinsnar frá kamrinum.

Fjörutíu fallnir í átökum í Basra

Minnst fjörutíu hafa fallið í átökum í Basra í Írak síðan í gær. Íraskar hersveitir hafa reynt að kveða niður átök andstæðra fylkinga múslima þar.

Nektarmynd af konu Sarkozy

Mynd af Cörlu Bruni nýbakaðri eiginkonu Nicholas Sarkozy forseta Frakklands gæti skyggt á fyrstu opinberu heimsókn forsetans til Bretlands í dag. Hjónakornin eru á leið þangað fyrir viðræður milli Sarkozy og Gordon Brown forsætisráðherra Breta.

Sarkozy fer til Bretlands

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, mun hitta Elísabetu drottningu og ávarpa báðar deildir breska þingsins í tveggja daga heimsókn sinni til Bretlands.

Clinton biðst afsökunar á „mismælum“

Hillary Clinton, sem berst um útnefningu demokrata fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum, segir að hún hafi gert mistök þegar hún fullyrti að hún hafi orðið fyrir árás leyniskytta í Bosníu fyrir rúmum áratug.

Enn meiri öryggiskröfur á Kennedy flugvelli

Enn aukast öryggiskröfur á Kennedy flugvelli í New York. Farþegar sem ferðast með millilandaflugi um völlinn mega nú sætta sig við að þurfa að láta taka fingraför af öllu tíu fingrunum í stað tveggja áður.

Finni handtekinn á Páskaeyju fyrir skemmdarverk

Marku Kulju, 26 ára gamall Finni, á yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm og milljóna sekt fyrir að valda skemmdarverkum á einni af styttunum á Páskaeyju í Kyrrahafinu. Stytturnar eru um alla eyjuna og voru höggnar í stein fyrir 400 til 1000 árum síðan. Marku braut eyrnasnepilinn af einni þeirra og ætlaði að taka brotið heim til Finnlands til minningar um ferðina.

Risastór íshella á Suðurskautinu molnar

Stór hluti Wilkins íshellunnar á Suðurskautslandinu hefur molnað á síðustu dögum. Um er að ræða íshellu sem er sjö sinnum stærri en Manhattan eyja í New York, eða um 414 ferkílómetrar. Vísindamenn segja að molnun íshellunnar megi rekja til hlýnunnar jarðar en íshellan hefur verið þarna í hundruðir ára.

Segist ekki hafa ætlað að myrða Westergaard

Annar Túnismannanna, sem grunaðir eru um að lagt á ráðin um að myrða danska teiknarann Kurt Westergaard vegna Múhameðsteikningar hans, segir að danska leyniþjónustan hafi aldrei yfirheyrt hann vegna málsins.

Rússar endurvekja rannsókn á láti blaðamanns

MOSKVA (AP) Rússnesk yfirvöld segjast hafa endurvakið rannsókn á dauða þing- og blaðamannsins Yuri Shchekochikhin sem lést voveiflega árið 2003, að því er talið var vegna lyfja- og matarofnæmis.

Tvö leyniherbergi til viðbótar fundin í Jersey

Tvö refsingarherbergi hafa fundist á upptökuheimili í Jersey til viðbótar við þau tvö sem fundust við rannsókn lögreglu í febrúar. Réttarrannsóknarmenn fundu leyniherbergin á heimilinu sem nefnist Haut de la Garenne á Ermasundseynni. Um 100 manns halda því fram að þeir hafi verið líkamlega og kynferðislega misnotaðir á heimilinu frá sjöunda áratugnum.

Sarkozy opinn fyrir því að sniðganga Ólympíuleikana

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur sagt að „allir möguleikar séu opnir” um þá spurning hvort sniðganga eigi sumarólympíuleikana í Kína í ár vegna átakanna í Tíbet. Aðstoðarmenn hans segja að Frakkland sé enn andvígt því að leikarnir verði sniðgengnir að fullu en yfirvöld gætu íhugað að halda sig fjarri opnunarhátíðinni.

Fornfrægt vændishús lokar leggöngunum

Eigandi elsta starfrækta vændishúss Hamborgar, Waltraud Mehrer, hefur ákveðið að loka dyrum sínum og hætta rekstri en henni þykir sem hið nafntogaða rauðljósahverfi borgarinnar, St. Pauli, hafi munað sinn fífil fegurri.

Opnað fyrir fréttavef BBC í Kína

Almenningur í Kína hefur nú frjálsan aðgang að fréttavef BBC á netinu. Nú er hægt að nálgast þar fréttir á ensku eftir áralanga og stranga ritskoðun af hálfu yfirvalda.

Einn látinn í 100 bíla árekstri í Austurríki

Einn er látinn og 30 slasaðir eftir að tæplega 100 bílar lentu í árekstri á A1 hraðbrautinni í vesturhluta Austurríkis í hádeginu í dag. Áreksturinn varð við bæinn Seewalchen á hraðbrautinni milli Vínarborgar og Salzborgar.

Heimilislausir reknir úr tjaldbúðum

Yfirvöld í bænum Ontario í Kaliforníu í Bandaríkjunum byrjuðu í gær að taka niður 400 manna tjaldborg heimilislausra, sem höfðu hreiðrað um sig í grennd við flugvöll bæjarins.

Kínverjar fordæma mótmælaaðgerðir

BEIJING (Reuters) Kínversk stjórnvöld fordæmdu í dag mótmælaaðgerðir stuðningsmanna Tíbets sem trufluðu kyndilkveikjuathöfn Ólympíuleikanna sem fram fór í Grikklandi í gær.

ESB gæti minnkað seladráp í Kanada

Evrópusambandið er um það bil að setja á innflutningsbann sem gæti hjálpað til við að binda endi á umdeildar selaveiðar Kanadamanna samkvæmt því sem dýraverndunarsamtök segja.

Hjálparfé til Afganistan gufar upp

Rúmlega 780 milljarðar íslenskra króna sem lofað var til hjálparstarfa í Afganistan frá falli Talibana hefur enn ekki skilað sér. Þetta segir umboðsskrifstofan Afghan Relief (Acbar) sem hefur á sínum snærum 94 hjálparstofnanir. Fjörtíu prósent fjármuna sem safnast vegna ástandsins í Afganistan renna til ráðgjafa eða í ýmis gjöld í löndunum sem peningarnir koma frá.

Íraski herinn berst við uppreisnarmenn í Basra

Harðir bardagar hafa geisað í Basra milli íraska hersins og uppreisnarmanna Sjía eftir árás þúsunda íraskra hermanna í morgunsárið. Nouri Maliki forsætisráðherra Íraka er í Basra og stjórnar aðgerðunum, einungis degi eftir að hann kom þangað í heimsókn og hét þess að taka aftur upp lög. Á fréttavef BBC segir að vitni hafi greint frá miklum reyk, sprengingum, skriðdrekum og stórskotaliði.

Islamistar framlengja frest

Hópur Íslamista sem heldur til í Saharaeyðimörkinni og hefur þar tvo austurríska gísla í haldi hefur framlengt frest sem hópurinn gaf austurískum yfirvöldum til að verða við kröfum um lausnargjald. Hópurinn heimtar að 10 herskáir íslamistar sem í haldi eru í Alsír og Túnis verði látnir lausir gegn því að láta gíslana af hendi.

Umbætur í landbúnaði á Kúbu

Raul Castro hinn nýi leiðtogi Kúbu virðist vera að fikra sig í átt til umbóta. Á fundum þvers og kruss um landið er bændum sagt að þeir fái sjálfir að ráða því hvað þeir rækta á sínu landi og hvert og hvernig þeir selji það.

Leitað að lettneskum auðjöfri

Lettneska lögreglan leitar nú að Leonid Rozhetskin rússnesk-ættuðum auðjöfri sem hvarf á dularfullan hátt úr glæsihúsi sínu á Balkanskaga fyrir einni viku.

Forsætisráðherra Pakistan krefst lausnar dómara

Yusuf Raza Gillani nýskipaður forsætisráðherra Pakistan hefur fyrirskipað að öllum dómurum sem verið hafa í haldi frá setningu neyðarlaga í landinu verði sleppt. Þetta tilkynnti Gillani nokkrum mínútum eftir að vera kosinn til embættisins af þingmönnum í dag.

Hamas eyðileggur friðarferli Mið-Austurlanda

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna segir að herskáir Hamasliðar í Palestínu ásamt Íran og Sýrlandi reyni að sundra friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Cheney lét ummælin falla eftir morgunverð með Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels sem markaði enda ferðar hans til Mið-Austurlanda.

Sjá næstu 50 fréttir