Barist um Basra Guðjón Helgason skrifar 28. mars 2008 18:30 Liðsmaður í Mahdi her róttæka sjíaklerksins Moqtada al-Sadr búinn undir átökin í Basra. MYND/AP Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst. Basra er hafnarborg. Þar er mikið um viðskipti og verslun. Í næsta nágrenni eru flestar olíuhreinsunarstöðvar landsins. Í Basra er hægt að græða mikið fé og tækifærin mörg. Þeir sem ráða Basra hafa mikið að segja um framtíð Íraks. Írösk stjórnvöld ætla að gera allt til að koma í veg fyrir að borgin falli í hendur rótæka sjía klerksins Moqtada al-Sadr en liðsmenn í Mahdi-her hans hafa síðustu daga barist við íraska her- og lögreglumenn. Blóðug átök blossuðu upp í dag - fjórða daginn í röð. Bandaríkjamenn tóku beinan þátt í átökunum í fyrsta sinn í nótt þegar þeir gerðu loftárásir á Basra. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur framlengt um 10 daga frestinn sem hann gaf herskáum til að leggja niður vopn sín. Stjórnmálaskýrendur segja það annað hvort til marks um að hernaðurinn gangi verr en hann bjóst við eða þá að verið sé að semja bak við tjöldin. Hvort svo sem er ástæðan þá er al-Maliki sagður hafa lagt framtíð sína í stjórnmálum að veði með aðgerðunum í Basra. Fari allt í handaskol hröklist hann frá völdum og eins og mál standi nú sé alls óvíst að hann hafi sigur. Flugskeytum hefur verið skotið á græna svæðið í Bagdad síðustu daga - meðal annars í nótt og það þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í borginni næstu þrjá daga. Neyðarfundur var haldinn á íraska þinginu í dag en aðeins fimmtungur þingmanna gat setið hann - meirihlutinn komst ekki inn á græna svæðið vegna árása. Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Baráttan um Basra - þriðju stærstu borg Íraks - hefur harnað á síðustu sólahringum. Forsætisráðherra Íraks er sagður hafa lagt allt í sölurnar svo rótæki sjíaklerkurin al-Sadr nái henni ekki á vald sitt. 150 hafa fallið í átökum síðustu daga og 350 særst. Basra er hafnarborg. Þar er mikið um viðskipti og verslun. Í næsta nágrenni eru flestar olíuhreinsunarstöðvar landsins. Í Basra er hægt að græða mikið fé og tækifærin mörg. Þeir sem ráða Basra hafa mikið að segja um framtíð Íraks. Írösk stjórnvöld ætla að gera allt til að koma í veg fyrir að borgin falli í hendur rótæka sjía klerksins Moqtada al-Sadr en liðsmenn í Mahdi-her hans hafa síðustu daga barist við íraska her- og lögreglumenn. Blóðug átök blossuðu upp í dag - fjórða daginn í röð. Bandaríkjamenn tóku beinan þátt í átökunum í fyrsta sinn í nótt þegar þeir gerðu loftárásir á Basra. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur framlengt um 10 daga frestinn sem hann gaf herskáum til að leggja niður vopn sín. Stjórnmálaskýrendur segja það annað hvort til marks um að hernaðurinn gangi verr en hann bjóst við eða þá að verið sé að semja bak við tjöldin. Hvort svo sem er ástæðan þá er al-Maliki sagður hafa lagt framtíð sína í stjórnmálum að veði með aðgerðunum í Basra. Fari allt í handaskol hröklist hann frá völdum og eins og mál standi nú sé alls óvíst að hann hafi sigur. Flugskeytum hefur verið skotið á græna svæðið í Bagdad síðustu daga - meðal annars í nótt og það þrátt fyrir að útgöngubann sé í gildi í borginni næstu þrjá daga. Neyðarfundur var haldinn á íraska þinginu í dag en aðeins fimmtungur þingmanna gat setið hann - meirihlutinn komst ekki inn á græna svæðið vegna árása.
Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira