Fleiri fréttir

Segist hafa myrt í sjálfsvörn

Það var fyrir algjöra tilviljun að 46 ára gamall maður stakk fyrrverandi eiginkonu sína og tengdapabba í Hørsholm í Danmörku í gær. Og morðið var gert í sjálfsvörn.

Musharraf heitir stuðningi við samsteypustjórnina

Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, heitir fullum stuðningi sínum við nýmyndaða samsteypustjórn í landinu, sem skipuð er pólitískum andstæðingum hans. Í göngu sem var farin til að fagna þjóðhátíðardegi Pakistan sagði Musharraf að nýtt tímabil lýðræðis væri framundan.

Páskahátíðinni fagnað víða um heim

Páskahátíðinni er fagnað víða um heim. Í Írak og Afganistan létu kristnir ekki báborið ástand aftra sér frá því að fagna upprisu krists og að venju var mikið um dýrðir í Jerúsalem.

Benedikt páfi hélt árlegt páskaávarp sitt

Benedikt páfi hélt sitt árlega páskaávarp á Péturstorginu í Róm fyrir stundu. Í ræðu sinni hvatti hann til lausnar á deilunni í Tíbet og bað fyrir friði í Afríku og Miðausturlöndum.

Forsætisráðherraefni Pakistana fundið

Pakistanski þjóðarflokkurinn hefur tilnefnt mann til að gegna forsætisráðherraembættinu, en flokkurinn vann þingkosningar í síðasta mánuði.

Misþyrmdu fatlaðri konu

Lögreglunni í Alton, Illinois, er brugðið eftir að hafa fundið lík af þroskaheftri konu. „Þetta er átakanlegt. Það er eins og að þau hafi haft nautn af því að misnota konu. Hún var næstum því í fangelsi,“ hefur CNN fréttastofan eftir David Hayes, lögreglustjóra.

Móðir morðingjanna baðst fyrirgefningar

Móðir tveggja drengja, sem urðu blaðaburðardreng að bana í Kaupmannahöfn fyrir helgi, baðst fyrirgefningar á gjörðum sona sinna í viðtali TV2 sjónvarpsstöðina í dag.

Líkur á að neðanjarðarhaf sé að finna á Titan

Töluverðar líkur eru á því að á Titan einu af tunglum Satrúnusar sé neðanjarðarhaf að finna. Radarmyndir frá geimfarinu Cassini sýna þetta en greint er frá málinu í nýjasta hefti tímaritsins Science.

Alvarleg kynlífskreppa herjar á Japani

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að alvarleg kynlífskreppa herjar nú á Japani. Í ljós hefur komið að eitt af hverjum fjórum giftum pörum í landinu hefur ekki stundað kynlíf síðasta árið eða lengur.

Áhyggjur á Ítalíu af eitruðum mozzarella-osti

Framleiðendur hins þekkta mozzarella osts á Ítalíu keyptu heilsíðu auglýsingar í öllum helstu blöðum landsins í gær til að segja neytendum að ostur þeirra væri hættulaus.

Obama krefst rannsóknar í vegabréfamálinu

Barack Obama krafðist þess í dag að rannsókn verði gerð á því hvers vegna verktakar hjá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum voru að hnýsast í vegabréfaumsóknir frambjóðenda til forseta þar í landi. Komið hefur í ljós að þrír starfsmenn ráðuneytisins hafa skoðað skýrslur um þau Obama, Hillary Clinton og John McCain án heimildar.

Einn látinn eftir skotárás í Gautaborg

Annar þeirra sem skotinn var í Gautaborg fyrr í dag er nú látinn. Tveir menn voru skotnir í árás sem átti sér stað á sporvagnastöð í borginni í dag. Vitni sáu mann um fertugt hlaupa af vettvangi með skammbyssu í hönd. Fórnarlömin eru á þrítugsaldri og fékk annar skot í bakið en hinn í brjóstkassann.

Krossfestur í tilefni dagsins

Á Fillipseyjum hefur það tíðkast hjá strangtrúuðum kaþólikkum að láta krossfesta sig á Föstudaginn langa til þess að minnast þess þegar Jesús Kristur var krossfestur á sínum tíma.

Heimskur þjófur

Það eru til margar sögur af heimskum þjófum sem skildu eftir sönnunargögn á staðnum.

Brúðhjónin 10 og 11 ára

Mohammed al-Rashidi er ellefu ára gamall. Hann er kvæntur frænku sinni sem er tíu ára. Það er þegar búið að gefa börnin saman en þau ætla ekki að halda upp á það fyrr en í sumar. Þá eru þau í fríi frá skólanum sínum í Saudi-Arabíu.

Gjafmildur hraðbanki í Hull

Vegfarendur sem nýttu sér hraðbanka í Hull á Englandi á þriðjudaginn var fengu heldur en ekki óvæntan glaðning þegar þeir tóku út úr bankanum. Kerfisvilla orsakaði að bankinn tvöfaldaði alltaf upphæðina sem beðið var um án þess að það kæmi fram á kvittunum.

Hættulegast að aka bíl í Kína

Kína er hættulegasta land í heimi að aka um á bíl. Meðaltal banaslysa í heiminum eru tvö slys á hverja tíuþúsund bíla.

Danski blaðaburðardrengurinn látinn

Sextán ára danskur blaðburðardrengur sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás á miðvikudag er látinn af sárum sínum. Þrír piltar á aldrinum 15 til 18 ára hafa verið handteknir.

Clinton með forystu í skoðanakönnun

Hillary Clinton hefur nú tekið forystu á Obama í barátunni fyrir forkosningar demókrata um forsetaembættið, ef marka má skoðanakannanir. Staða þeirra í skoðanakönnunum hefur verið býsna jöfn allt frá því í febrúar, en Clinton sækir á, samkvæmt síðustu Gallup könnun.

Biðja fyrir lífi sonar síns

Foreldrar 16 ára gamals blaðaburðadrengs sem var barinn til óbóta með hafnarboltakylfu í Kaupmannahöfn á miðvikudag biðja nú fyrir drengnum.

Libby sviptur málflutningsleyfi

Dómstóll í Bandaríkjunum svipti í dag Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóra Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, málflutningsleyfi vegna aðildar hans að svokölluðu CIA-lekamáli.

McCain lofsamaði Gordon Brown

John McCain forsetaframbjóðandi lofsamaði Gordon Brown og sagði hann „mjög sterkan leiðtoga" eftir að þeir tveir hittust í spjalli í Downingstræti. Þetta var fyrsti fundur Brown og McCain og sagði sá síðarnefndi eftir fundinn að hann dáðist að Brown.

Hinir krossfestu sýni ýtrasta hreinlæti

Heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum hafa varað þá sem hyggjast feta í fótspor Jesú Krists og láta krossfesta sig á morgun, föstudaginn langa, að sýna ýtrasta hreinlæti.

Stytta af Maríu mey tárfellir

Þúsundir kaþólikka streyma nú í smáþorp í Mexíkó til þess að sjá styttu af Maríu mey sem tárfellir.

Viðurkenna að óeirðir hafi verið víðar en í Tíbet

Kínversk stjórnvöld viðurkenndu í fyrsta sinn í morgun að óeirðir sem verið hafa í Tíbet hefðu breiðst út fyrir héraðið. Þannig segir Xinhua-fréttastofan kínverska að skemmdir hafi verið unnar á opinberum byggingum og verslunum í Sichuan-héraðinu á sunnudaginn var.

Sjá næstu 50 fréttir