Erlent

Biðja fyrir lífi sonar síns

Danska lögreglan hefur handtekið þrjá pilta í tengslum við ódæðisverkin.
Danska lögreglan hefur handtekið þrjá pilta í tengslum við ódæðisverkin.

Foreldrar 16 ára gamals blaðaburðadrengs sem var barinn til óbóta með hafnarboltakylfu í Kaupmannahöfn á miðvikudag biðja nú fyrir drengnum.

Frá því að drengurinn var lagður inn á spítalann eftir hádegi á miðvikudag hafa þau beðið til guðs um að drengurinn muni vakna úr dái. Það hefur enn ekki gerst og telst hann nú heiladauður. Foreldrarnir halda þó enn í vonina um að hann vakni og neita að láta slökkva á öndunarvélunum sem halda lífi í drengnum. „Hann var ljúfasti drengur í heimi, drengurinn minn," sagði móðir hans í samtali við Extra Bladet.

Talið er að það hafi verið þrír unglingar sem réðust á drenginn á Amager í gærdag með hafnaboltakylfu og lamið hann. Hinir meintu árásarmenn voru leiddir fyrir dómara í dag og úrskurðaðir í 27 daga gæsluvarðhald. Þeir eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps en ef drengurinn lætur lífið munu þeir verða ákærðir fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×