Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Gautaborg

Frá Gautaborg.
Frá Gautaborg.

Annar þeirra sem skotinn var í Gautaborg fyrr í dag er nú látinn. Tveir menn voru skotnir í árás sem átti sér stað á sporvagnastöð í borginni í dag. Vitni sáu mann um fertugt hlaupa af vettvangi með skammbyssu í hönd. Fórnarlömin eru á þrítugsaldri og fékk annar skot í bakið en hinn í brjóstkassann.

Annar maðurinn er nú látinn en hinn mun vera minna slasaður en álitið var í fyrstu að því er sænska blaðið Dagens Nyheter hefur eftir læknum á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg.

Að sögn lögreglu er talið að mennirnir hafi allir ferðast með sama sporvagninum áður en skotunum var hleypt af á biðstöðinni.

Um 50 til 100 manns voru staddir á torginu þegar skothríðin braust út og slasaðist ljósmyndari frá Gautaborgar póstinum í látunum sem brutust út í kjölfarið.

Lögregla leitar nú árásarmannsins og eru hundar og þyrlur notaðar við leitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×