Erlent

Krossfestur í tilefni dagsins

Á Fillipseyjum hefur það tíðkast hjá strangtrúuðum kaþólikkum að láta krossfesta sig á Föstudaginn langa til þess að minnast þess þegar Jesús Kristur var krossfestur á sínum tíma.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd grettir Fernando Mamangon sig um leið og félagar hans reisa kross hans á Fillipseyjum í dag.

Þetta var í þrettánda skipti sem Mamangon lét þessa pyntingu yfir sig ganga en siðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur af mörgum innan og utan hinnar kaþólsku kirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×