Erlent

Misþyrmdu fatlaðri konu

Lögreglunni í Alton, Illinois, er brugðið eftir að hafa fundið lík af þroskaheftri konu. „Þetta er átakanlegt. Það er eins og að þau hafi haft nautn af því að misnota konu. Hún var næstum því í fangelsi," hefur CNN fréttastofan eftir David Hayes, lögreglustjóra.

Hin 29 ára gamla Dorothy Dixon, sem var gengin sjö mánuði á leið, fannst í kjallara húss, ásamt ársgömlum syni sínum.

Krufning leiddi í ljós að Dixon var með 30 högl í líkamanum og stór brunasár á þriðjungi líkamans. Líkaminn var ofþornaður og mörg af sárunum voru sýkt.

Húsráðendur og unnusti eins húsráðandans eru grunuð um að bera ábyrgð á morðinu á Dixon og ófæddu barni hennar. Hinir grunuðu eru á aldrinum 12 - 43 ára.

Samkvæmt lögregluskýrslum er talið að hinir grunuðu hafi notað Dixon sem skotskífu þegar þau voru að æfa sig með loftbyssu. Þá er talið að þau hafi brennt hana með heitu lími og lamið hana með hafnaboltakylfu og hamri.

„Ég hef aldrei áður vitað til þess að hópur fólks ákveddi í sameiningu að misþyrma annarri mannesku, þangað til að hún léti lífið. Það eru engin merki um reiði," sagði Hayes lögreglustjóri meðal annars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×