Erlent

Hættulegast að aka bíl í Kína

Kína er hættulegasta land í heimi að aka um á bíl. Meðaltal banaslysa í heiminum eru tvö slys á hverja tíuþúsund bíla. Í Kína er talan 5,1 banaslys á hverja tíuþúsund bíla. Helsta ástæðan fyrir þessu er sú að Kínverjar eru skelfilegir ökumenn.

Þeir skipta hiklaust um akreinar án þess að gefa stefnuljós, láta eins og umferðarljós séu ekki til og aka á ofsahraða öfugu megin á vegunum. Ef þeir keyra framhjá gatnamótum sem þeir ætla inná eru þeir gjarnir á að setja bara í afturábak-gírinn og gefa í, án þess að gá hvort einhver sé fyrir aftan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×