Erlent

Palestínumenn undirrituðu samkomulag um friðarviðræður

Dick Cheney hitti Abbas á Vesturbakkanum. Mynd/ AFP.
Dick Cheney hitti Abbas á Vesturbakkanum. Mynd/ AFP.

Forystumenn Fatah hreyfingarinnar og Hamas hafa undirritað samkomulag sem ætlað er að stuðla að friði á milli þessa tveggja stríðandi fylkinga. Með samkomulaginu, sem var undirritað í Sanaa í Jemen, er ekki kominn á friður á milli fylkinganna, heldur hafa þær skuldbundið sig til þess að eiga friðarviðræður. Ekki er ljóst hvenær þær friðarviðræður geta byrjað.

Fatah og Hamas deila um stjórn á svæðum Palestínumanna við Vesturbakkann og Gazaströndina. Í júní í fyrra náði Hamas fullum yfirráðum yfir Gazaströndinni en Fatah ræður ríkjum á Vesturbakkanum.

Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er staddur á Vesturbakkanum og átti viðræður við Mahmoud Abbas leiðtoga Palestínumanna. Hann segir að bæði Palestínumenn og Ísraelar verði að færa miklar fórnir eigi friður að komast á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×