Fleiri fréttir

Ástrali býður líf sitt á eBay

SYDNEY (Reuters) Langt er síðan sýnt var fram á að söluvarningi á uppboðsvefnum eBay eru fá takmörk sett en hafi þau verið einhver fjarlægði Ástralinn Ian Usher þau endanlega með því að bjóða allar eigur sínar til sölu þar – að viðbættu starfi sínu, vinum og lífi.

Kornflakesflaga seld á 15 milljónir kr. á eBay

Kornflakesflaga sem líkist Illinois ríki í Bandaríkjunum var nýlega boðin til sölu á eBay uppboðsvefnum. Nú þegar hefur tilboð upp á 15 milljónir króna verið gert i flöguna.

Hæstiréttur Bandaríkjanna fjallar um byssueign

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur loksins tekið byssueign landsmanna til meðferðar rúmum tveimur öldum eftir að stjórnarskrá landsins gaf öllum þegnum þess rétt til að bera byssur á sér.

Fær ekki að deyja

Dómari í Dijon í Frakklandi hafnaði í gær kröfu frönsku kennslukonunnar Chantal Sebire um að fá að deyja með aðstoð lækna. Sebire, sem er 52 ára og 3 barna móðir, þjáist af ólæknandi krabbameini í nefholi og hefur æxli afmyndað andlit hennar.

Segir hundrað mótmælendur hafa gefið sig fram

Varahéraðsstjóri kínverskra stjórnvalda í Tíbet greindi frá því í dag að um hundrað manns hefðu gefið sig fram við stjórnvöld og viðurkennt að hafa tekið þátt í mótmælum undanfarna dag.

Þjónar brátt liðin tíð á veitingastöðum

TEL AVIV (Reuters) Veitingastaðir í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan gera nú tilraunir með nýja tækni sem gerir gestum kleift að panta mat og drykk með aðstoð skjás sem komið er fyrir á borðinu hjá þeim.

Rússar brugga fyrsta kvennavodkann

MOSKVA (Reuters) Rússneski vodkaframleiðandinn Igor Volodin er fyrstur áfengisframleiðenda heimsins til að markaðssetja vodka sérstaklega ætlað konum en drykkurinn mun bruggaður með það fyrir augum að henta vel með salatinu eftir líkamsrækt.

Hillary segir ekki hægt að vinna Íraksstríðið

Hillary Clinton segir nú að ekki sé hægt að vinna stríðið í Írak og þegar upp sé staðið geti það kostað bandaríska skattgreiðendur allt að sjötíu þúsund milljarða króna.

Nýi ríkisstjórinn í New York í framhjáhaldi

Vandræðagangur Demókrata með ríkisstjóra sína í New York heldur áfram. Sá sem tók við af Eliot Spitzer hafði varla náð að sverja embættiseiðinn þegar fregnir af framhjáhaldi hans spurðust út.

Umdeilt buxnafrumvarp í Florida

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur nú til afgreiðslu lagafrumvarp þingmannsins Gary Siplin frá Orlando sem mun, verði það að lögum, banna nemendum í almenningsskólum Florida-ríkis að ganga um með buxurnar hálfa leið niður um sig sem þótt hefur tíska.

Atlanta hreinsuð eftir byl á föstudag

Lífið er hægt og bítandi að komast í eðlilegar skorður í Atlanta í Georgia-ríki í Bandaríkjunum eftir að fellibylur olli nokkru tjóni í miðborginni á föstudag. Margar götur í og við miðbæ Atlanta eru enn lokaðar á meðan hreinsun stendur yfir og beinir lögregla þeim tilmælum til fólks að vera helst ekki á ferð nálægt miðbænum eigi það ekki þeim mun brýnna erindi.

Dick Cheney í óvæntri heimsókn til Íraks

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, birtist í óvæntri heimsókn til Íraks í morgun og átti þar fund með David Petraeus hershöfðingja og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna í Írak. Á fundadagskrá varaforsetans er einnig að finna fundi með forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, og Jalal Talabani forseta.

ESB hvetur til stillingar í Kosovo

Framkvæmdastjórn Evrópusambandið hvatti til stillingar í norðurhluta Kosovo þar sem ráðist var gegn hermönnum NATO og lögreglumönnum Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga að gæta öryggis.

Segjast ekki hafa myrt saklausa mótmælendur

Stjórnvöld í Kína segja alrangt að saklausir mótmælendur hafi verið myrtir í uppþotum í höfuðborginni Lasa síðustu daga líkt og leiðtogar útlagastjórnar Tíbeta hafa fullyrt. Kínverjar hafa gefið skipuleggjendum mótmælanna frest til dagsins í dag að gefa sig fram.

Jöklar heimsins gætu horfið á áratug

Jöklar heimsins hopa nú sem aldrei fyrr og gætu einhverjir þeirra verið horfnir eftir áratug ef þessi þróun heldur áfram á sama hraða og verið hefur.

Tugir manna frá NATO og SÞ sárir eftir átök í Kosovo

Skotið var á hermenn á vegum NATO og lögreglumenn frá Sameinuðu þjóðunum í óeirðum sem urðu í borginni Mitrovica í norðurhluta Kosovo í morgun. Að minnsta kosti 22 lögreglumenn og tveir hermenn eru slasaðir eftir átökin og hafa hinar alþjóðlegu sveitir hörfað frá svæðum sem lúta stjórn Serba í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir