Erlent

Líkur á að neðanjarðarhaf sé að finna á Titan

Töluverðar líkur eru á því að á Titan einu af tunglum Satrúnusar sé neðanjarðarhaf að finna. Radarmyndir frá geimfarinu Cassini sýna þetta en greint er frá málinu í nýjasta hefti tímaritsins Science.

Ef það fæst staðfest að vatn sé til staðar á Titan hefur tunglið alla möguleika á að þar geti fundist líf. Þrjú önnur tungl í sólkerfinu eru talin hafa vatn það er Ganymede, Callisto og Europa.

Samkvæmt frétt á BBC er vitað að lífræn mólekúl eru til staðar á Titan. Ef þú bætir vatni þar við eru allar líkur á að líf geti kviknað. Um helmingur Titans samanstendur af ís og þessar nýju myndir frá Cassini gefa til kynna að undir íshellunni sé fljótandi vatn að finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×