Erlent

Banamenn blaðburðardrengs velþekktir hjá lögreglu

Lögregla og félagsmálayfirvöld í Kaupmannahöfn höfðu margoft haft afskipti af drengjunum þremur sem börðu 16 ára blaðburðardreng til bana fyrr í vikunni.

Lögreglan setur spurningarmerki við hlutverk félagsmálayfirvalda í málinu og telur að þau hafi getað komið í veg fyrir ódæðið með markvissari aðgerðum.

Fjölmargir hafa safnast saman við staðinn þar sem árásin var framin og vottað hinum 16 ára Deniz Ozgur Ozun virðingu sína. Vitni segja kynþáttafordóma liggja að baki árásinni, en Ozun var tyrkneskur innflytjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×