Erlent

Flóð valda manntjóni og skemmdum í Bandaríkjunum

Sums staðar í Missouri ferðast menn um á bátum á götunum í stað bíla.
Sums staðar í Missouri ferðast menn um á bátum á götunum í stað bíla. MYND/AP

Þrettán hið minnsta eru látnir og hundruð manna hafa yfirgefið heimili sín vegna rigninga og flóða í miðríkjum Bandaríkjanna.

Þar hefur rignt linnulaust í þrjá daga og hafa Missouri, Arkansas, Illinois, Ohio og Kentucky orðið verst úti, en þar er sums staðar 30 sentímetra vatn yfir öllu. Sex eru látnir eftir flóð í Missouri og þá létust fimm manns í umferðarslysi í Kentucky. Ríkisstjórinn í Missouri hefur beðið um aðstoð frá alríkisstjórninni fyrir um 70 sýslur og St Louis borg vegna flóðanna.

Þá hafa björgunarmenn í Ohio haft í nógu að snúast við að aðstoða ökumenn sem hafa setið fastir í vatnselg á götum úti. Yfirmaður björgunarmála segir fólk keyra inn í vatnselginn hugsunarlaust. „Það er mikið um heimskt fólk. Þegar það stendur á skilti: Vegurinnlokaður vegna vatnselgs þá þýðir það akkúrat það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×