Erlent

Vegabréfaupplýsingar hjá Clinton og McCain einnig skoðaðar

Í ljós hefur komið að vegabréfaupplýsingar hjá Hillary Clinton og John McCain voru einnig skoðaðar á ólöglegan hátt.

Sem kunnugt er af fréttum voru upplýsingar úr vegabréfsskýrslu Barak Obama skoðaðar þrisvar á ólöglegan hátt á þessu ári. Þeir sem gerðu það hafa verið reknir úr starfi.

Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska innanríkisráðuneytinu hefur rannsókn leitt í ljós að upplýsingarnar um Hillary voru skoðaðar í fyrra og að einhver skoðaði upplýsingarnar um John McCain í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×