Erlent

Alvarleg kynlífskreppa herjar á Japani

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að alvarleg kynlífskreppa herjar nú á Japani. Í ljós hefur komið að eitt af hverjum fjórum giftum pörum í landinu hefur ekki stundað kynlíf síðasta árið eða lengur.

Japan er með eina lægstu fæðingartíðni í heiminum og nú telja vísindamenn við Nihon háskólann sig hafa fundið ástæðu þess. Japönsk pör einfaldlega "gera það" ekki nógu oft. Og ef maður trúir ekki á storkinn er kynlíf leiðin til að eignast börn.

Rannsókn vísindamannanna var unnið í samvinnu við WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnunina.

Fyrir utan að eitt af hverjum fjórum pörum hefur ekki stundað kynlíf undanfarið ár verður tölfræðin enn verri meðal eldri kynslóðar Japana. Í ljós kom að 40% af hjónum sem komin voru á fimmtugsaldurinn höfðu aldrei stundað kynlíf saman.

Það sem athygli vekur svo er að klámiðnaðurinn í Japan blómstrar sem aldrei fyrr þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×