Erlent

Móðir morðingjanna baðst fyrirgefningar

Móðir tveggja drengja, sem urðu blaðaburðardreng að bana í Kaupmannahöfn fyrir helgi, baðst fyrirgefningar á gjörðum sona sinna í viðtali við TV2 sjónvarpsstöðina í dag.

Hún segir að þrátt fyrir ítrekaðar hjálparbeiðnir hafi hún ekki fengið aðstoð frá hinu opinbera við að ala upp syni sína. Drengirnir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins. Hinn myrti, Deniz Ozgur Ozun var við blaðberastörf á miðvikudaginn þegar þrír piltar hrópuðu að honum ýmsum kynþáttarhatursyrðum og réðust síðan að honum.

Sama dag voru piltarnir, sem eru á aldrinum 15 - 19 ára handteknir og talið er að sá yngsti hafi veitt Ozun banahöggið, eftir því sem fram kemur á vef Jyllands Posten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×