Erlent

Hinir krossfestu sýni ýtrasta hreinlæti

Kaþólikkar á Filippseyjum setja á svið síðustu stundir í lífi Jesú Krists.
Kaþólikkar á Filippseyjum setja á svið síðustu stundir í lífi Jesú Krists. MYND/AP

Heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum hafa varað þá sem hyggjast feta í fótspor Jesú Krists og láta krossfesta sig á morgun, föstudaginn langa, að sýna ýtrasta hreinlæti.

Mikil hefð er fyrir því á Filippseyjum að kaþólikkar minnist pínu Krists með því að láta húðstrýkja sig eða festa sig á kross og hafa slíkar athafnir dregið að fjölda ferðamanna.

Heilbrigðisyfirvöld óttast hins vegar að fólk fái stífkrampa í athöfnunum og hafa því skipað þeim sem hyggjast feta í fótspor frelsarans að nota hreinar svipur í húðstrýkingunum og enn fremur að naglarnir sem neglir verða í þá krossfestu verði sótthreinsaðir.

Sumir láta krossfesta sig oftar en einu sinni og meðal þeirra að fisksali sem verður festur á krossinn í fimmtánda sinn á morgun. Með því vill hann þakka Guði fyrir það að móðir hans læknaðist af berklum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×