Erlent

Misþyrma hver öðrum vegna pínu Krists

Filipseyingar eru nú byrjaðir að krossfesta hver annan í tilefni af því að í dag er föstudagurinn langi.

Það hefur verið siður þar til margra ára að heittrúaðir vilja upplifa pínu Krists. Þeir láta því krossfesta sig og píska. Þeir heitustu hafa látið negla sig á kross tíu til fimmtán sinnum.

Stjórnvöldum er ekkert um þetta gefið né heldur kaþólsku kirkjunni. Þetta hefur þó ekki verið bannað heldur látið nægja að benda fólki á að nota sótthreinsaða nagla og hreinar svipur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×