Erlent

McCain lofsamaði Gordon Brown

McCain og Brown hittust í Downing stræti.
McCain og Brown hittust í Downing stræti. Mynd/ AFP

John McCain forsetaframbjóðandi lofsamaði Gordon Brown og sagði hann „mjög sterkan leiðtoga" eftir að þeir tveir hittust í spjalli í Downingstræti. Þetta var fyrsti fundur Brown og McCain og sagði sá síðarnefndi eftir fundinn að hann dáðist að Brown.

„Ég kann vel að meta hversu mikið hann leggur á sig til að viðhalda góðum tengslum milli ríkjanna tveggja. Mér finnst hann vera mjög sterkur leiðtogi. Ég met mikils hversu ríka áherslu hann leggur á loftslagsmál, áherslur hans á að bæta ástandið í Afríku og samband okkar ríkja, auk fleiri mála sem við ræddum," sagði McCain.

McCain, sem er mikill stuðningsmaður aðgerða Bush í Írak, neitaði að tjá sig um fyrirætlanir bresku ríkisstjórnarinnar um að kalla herlið sitt heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×