Erlent

Obama krefst rannsóknar í vegabréfamálinu

Barack Obama.
Barack Obama.

Barack Obama krafðist þess í dag að rannsókn verði gerð á því hvers vegna verktakar hjá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum voru að hnýsast í vegabréfaumsóknir frambjóðenda til forseta þar í landi. Komið hefur í ljós að þrír starfsmenn ráðuneytisins hafa skoðað skýrslur um þau Obama, Hillary Clinton og John McCain án heimildar.

Ráðuneytið hefur þegar lýst því yfir að rannsókn á málinu sé hafin og utanríkisráðherran Condoleeza Rice hefur beðið hlutaðeigandi afsökunar. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um hvort málið komi til kasta dómsmálaráðuneytisins. Tveimur verktakanna hefur þegar verið vikið frá störfum og sá þriðji var ávíttur. Skjöl Obama og McCain voru skoðuð í janúar en starfsmaðurinn sem skoðaði skjöl um Clinton var hins vegar lærlingur og gerði það í fyrra.

Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×