Erlent

Versta páskaveður í manna minnum á Englandi

Eitt versta páskaveður í manna minnum herjar nú á England. Stormar og rok, slydda og snjókoma setja mark sitt á landið í dag.

Snjókoman er þegar farin að valda truflunum á umferðinni í norðurhluta Englands en reiknað er með að snjókoman færist suður á bóginn og ná til London í nótt.

Fregnir hafa borist af fjöldaárekstrum á M6 þjóðveginum með fjölda slasaðra í morgun. Lögreglan náði að opna veginn aftur eftir hádegið. Minni vegir eru orðnir þung- eða ófærir.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×