Erlent

Forsætisráðherraefni Pakistana fundið

Asif Ali Zardari (tv) ásamt Yusuf Raza Gillani.
Asif Ali Zardari (tv) ásamt Yusuf Raza Gillani. Mynd/ AFP
Pakistanski þjóðarflokkurinn hefur tilnefnt mann til að gegna forsætisráðherraembættinu, en flokkurinn vann þingkosningar í síðasta mánuði. Það er Yusuf Raza Gillani, fyrrverandi ræðismaður, sem að öllum líkindum mun leiða samsteypustjórn Þjóðarflokksins og PLM flokk Nawaz Sharifs. Stjórnmálaskýrendur segja að tilnefningin sé aðeins til bráðabirgða og að Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, muni taka við keflinu áður en langt um líður.

Að sögn Barbara Plett, fréttaritara BBC sjónvarpsstöðvarinnar í Islamabad, er nánast öruggt að Gillani muni verða kjörinn þegar þingmenn kjósa forsætisráðherra á mánudag. Þingmeirihlutinn sé allt of sterkur til þess að aðrir möguleikar geti komið til greina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×