Erlent

Hillary með meira fylgi en Obama samkvæmt nýrri könnun

MYND/AP

Svo virðist sem Hillary Clinton sé að sækja á Barack Obama í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum ef marka má nýja könnun Gallup þar í landi.

Þar mælist Clinton með 49 prósenta fylgi hjá þeim sem styðja flokkinn eða hallast að honum. Obama mælist hins vegar með 42 prósenta fylgi. Hins vegar hefur Obama enn forystu í baráttunni um fulltrúa fyrir flokksþing demókrata en þeir hafa verið valdir í forkosningum í fylkjum Bandaríkjanna undanfarnar vikur.

Könnun Gallup sýnir einnig að frambjóðandi Repúblikanaflokksins, John McCain, hlyti meira fylgi ef gengið yrði til kosninga nú, hvort sem hann etti kappi við Clinton eða Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×