Erlent

Feðgin stungin til bana í Hörsholm á Sjálandi

Feðgin voru stungin til bana í morgun í bænum Hörsholm á Norður-Sjálandi. Atburðurinn átti sér stað í verkfærabúð við aðalgötu bæjarins.

Að sögn lögreglunnar var það fyrrum eiginmaður 37 ára gamallar konu sem vann þetta voðaverk. Hann er nú í haldi lögreglunnar.

Konan var ásamt foreldrum sínum og tveimur ungum börnum að versla í búðinni er eiginmaðurinn fyrrverandi kom að þeim. Nokkur fjöldi manns var til staðar í búðinni er feðginin voru stungin til bana og er það fólk í losti eftir atburðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var faðirinn, 66 ára að aldri, stunginn inn í búðinni en konan við inngang hennar.

Eiginmaðurinn fyrrverandi og konan voru nýlega skilin og hafði henni verið dæmdur umráðréttur yfir báðum börnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×