Erlent

Saka Dalai Lama um að halda Ólympíuleikunum í gíslingu

Kínversk stjórnvöld ásaka Dalai Lama um að halda Ólympíuleikunum í Peking í gíslingu í þeim tilgangi að sverta ímynd Kína og knýja fram sjálfstæði Tíbet. Dalai Lama hefur sjálfur hvatt þjóðir heims til að sniðganga ekki leikana og hefur hann boðið kínverskum ráðamönnum í viðræður þar sem aukin sjálfsstjórn héraðsins yrði rædd. Kínversk stjórnvöld hafa tekið fálega í þetta boð og líkja Dalai Lama við hryðjuverkamann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×