Erlent

Cheney í óvæntri heimsókn í Afganistan

Dick Cheney og Hamid Karz á blaðamannafundi í Kabúl í morgun.
Dick Cheney og Hamid Karz á blaðamannafundi í Kabúl í morgun. MYND/AP

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Afganistans í morgun en þar ræddi hann við Hamid Karzai, forseta landsins.

Meðal þess sem var á dagskrá fundarins er það erfiða verkefni sem Atlantshafsbandalagið og afgönsk stjórnvöld takast nú á við, að koma á lögum og reglu í landinu og stöðva árásir uppreisnarmanna úr röðum talibana og al-Qaida. Cheney, sem var á ferð um Miðausturlönd, flaug með þyrlu frá flugvellinum í Kabúl til forsetahallarinnar en gríðarmikil öryggisgæsla er við höllina.

Bandaríkjamenn vinna nú að því að fá bandamenn sína innan Atlantshafsbandalagsins til þess að leggja til fleiri hermenn og meiri stuðning í Afganistan og er reiknað með að málefni landsins verði efst á baugi á fundi NATO í Búkarest í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×