Erlent

Bildt vantaldi eignir sínar og þarf að borga meiri skatta

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf að greiða viðbótarskatt vegna áranna 2003-2005 samkvæmt ákvörðun skattayfirvalda þar í landi.

Fram kemur í dagblaðinu Dagens Industri að skatturinn meti eignir hans meiri en hann hafi gefið upp og því þurfi hann að greiða 100 þúsund sænskar krónur aukalega, jafnvirði um 1,3 milljóna króna.

Meðal þess sem skatturinn segir að Bildt hafi ekki greitt skatta af er hús sem ráðherrann á í Króatíu en ágreiningur hefur verið um það milli ráðherrans og skattayfirvalda hvenær hann eignaðist húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×