Erlent

Áhyggjur á Ítalíu af eitruðum mozzarella-osti

Framleiðendur hins þekkta mozzarella osts á Ítalíu keyptu heilsíðu auglýsingar í öllum helstu blöðum landsins í gær til að segja neytendum að ostur þeirra væri hættulaus.

Þetta kom í kjölfar þess að hátt hlutfall af dioxin hafði fundist í mjólkinni sem osturinn er framleiddur úr. Osturinn er framleiddur í Campania héraði sem hefur átt í sorphirðuvandamálum svo mánuðum skiptir þar sem Comorra-mafían hefur barist gegn áformum stjórnvalda um að reisa nýjar sorpeyðingarstöðvar.

Dioxin getur verið hættulegt, jafnvel í mjög litlum skömmtum, og er m.a. talið valda krabbameini og fósturlátum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×