Erlent

Morðingjarnir neita að tjá sig við lögreglu

Piltarnir þrír sem handteknir hafa verið vegna morðsins í Kaupmannahöfn eru á aldrinum 15-17 ára. Þeir neita allir að tjá sig við lögreglu.

„Það er mjög takmarkað sem þeir hafa sagt," segir yfirmaður lögregludeildar sem rannsakar morðið. Hann lýsir eftir vitnum að voðaverkinu. Dönsku lögreglunni er ekki kunnugt um ástæðurnar að baki morðinu en telja helst að það hafi verið tilefnislaust.

Vitni segja að drengirnir hafi ekið upp að drengnum og kunningja hans er þeir voru að bera út dagblöð. Þeir hafi spurt þá hvað þeir væru að glápa á og síðan látið höggin dynja á stráknum með hafnaboltakylfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×