Fleiri fréttir

Tyrkir segjast hafa fellt tugi Kúrda

Tyrkneski herinn segir að 41 Kúrdi hafi fallið í nýjustu átökunum í norðurhluta Íraks. Er tala fallinna þá komin upp í 153 síðan að Tyrkir réðust inn í Kúrdahéruðin fyrir síðustu helgi. Á sama tíma segir kúrdísk fréttastofa að uppreisnarmönnum hafi tekist að hrekja tyrkneska hermenn á flótta á sumum átakasvæðunum.

Geðdeyfðarlyf eru að mestu gagnlaus

Ný kynslóð af geðdeyfðarlyfjum á borð við Prozac og Seroxat hafa litla sem enga virkni fyrir það fólk sem notar þessi lyf. Í flestum tilvikum er jafngott að bryðja brjóstsykur.

FARC ætla að sleppa gíslum í Kolombíu

FARC skæruliðasamtökin í Kólombíu ætla að leysa fjóra af gíslum sínum úr haldi í þessari viku. Gíslarnir eru allir fyrrum þingmenn í landinu og hafa verið í haldi samtakana árum saman.

Skandinavar vilja sjá bankagögnin

Í Þýskalandi hefur nú verið flett ofan af skattsvikum mikils fjölda auðmanna á grundvelli upplýsinga um bankareikninga og skúffufyrirtæki í Liechtenstein, sem þýska leyniþjónustan BND keypti af manni sem safnaði þeim með ólöglegum hætti.

Vill frumsýna myndina um leiðtogafundinn á næsta ári

Stórleikstjórinn Ridley Scott segist eiga von á því að hægt verði að frumsýna myndina um leiðtogafundinn í Höfða snemma á árinu 2009. Nú er verið að skrifa handritið að myndinni, samkvæmt því sem fram kemur á vefnum Hollywood Reporter.

Þarf að sannfæra þjóðina um stefnu stjórnvalda í Írak

John McCain sagði í dag að ef hann ætlaði sér að sigra í bandarísku forsetakosningunum í haust þyrfti hann að sannfæra landa sína um að stefna stjórnvalda í Írak væri að skila árangri. Ef hann gæti það ekki myndi hann tapa.

Talibanar vilja loka farsímum í Afganistan

Talsmaður talibana sagði við fréttamenn að bandarískir og aðrir erlendir hermenn noti farsímamerki til þess að rekja ferðir liðsmanna þeirra og gera árásir á þá.

Meiriháttar Mini

Mini Cooper S hefur þótt alveg sæmilega sprækur bíll með sína 170 hestafla vél frá BMW.

Barack Obama með túrban

Hillary Clinton og liðsmenn hennar eru orðin svo örvæntingarfull vegna velgengni Baraks Obama að þau hafa sent mynd af honum með túrban til fjölmiðla.

Hyggjast leyfa grisjun á fílastofninum í S-Afríku

Stjórnvöld í Suður-Afríku hyggjast heimila fílaveiðar í landinu í fyrsta sinn í 13 ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla kemur fram að þetta sé gert þar sem þörf sé á því að grisja stofninn.

Greenpeace mótmæla á Heathrow

Mótmælendur á vegum Greenpeace samtakanna ruddust inn á flugbraut á Heathrow flugvellinum á Englandi í morgun og klifruðu upp á Boeing 777 þotu sem var að koma frá Manchester.

Júmbóþota knúin áfram af kókoshnetuolíu

Breski milljarðamæringurinn Richard Branson kallaði það mikilvægan áfanga fyrir allan flugvélaiðnaðinn að hann sendi eina af Virgin-júmbóþotum sínum í áætlunarferð, knúna blöndu af venjulegu eldsneyti og lífrænu.

Öflugur skjálfti á Súmötru

Snarpur jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter skók Bengulu-hérað á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Margir mótmæla framboði Nader til forseta

Mótmælum rignir nú yfir neytendafrömuðinn Ralph Nader í kjölfar þess að hann hefur ákveðið að gefa kost á sér enn á ný í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Raul formlega tekinn við af Fidel

Raul Castro var í kvöld formlega kjörinn forseti Kúbu af þingi landsins. Raul tekur við eldri bróður sínum, Fidel, sem var leiðtogi Kúbu í 49 ár, en hann hefur strítt við erfið veikindi undanfarin ár.

Kúrdar vilja að Bandaríkin beiti sér

Nechervan Barzani, forsætisráðherra Kúrdahéraðanna í Norður Írak, gagnrýndi stjórnvöld í Bagdad í dag fyrir linkind gagnvart tyrkjum. Krafðist hann þess að stjórnvöld tækju harðari afstöðu gegn innrás Tyrkja í landið.

Nader fer í framboð

Ralph Nader neytendafrömuður í Bandaríkjunum lýsti því yfir í dag að hann ætlaði aftur að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann býður sig fram í nafni óháðra.

Ber ekki saman um mannfall

Talsmönnum stríðandi fylkinga við landamæri Tyrklands og Írak ber ekki saman þegar kemur að því meta mannfall í átökum á milli kúrdískra skæruliða og tyrkneska hersins.

Ráðist á pílagríma

25 féllu og 45 til viðbótar særðust í árás sjálfsmorðssprengjumanns í bænum Iskandaria, fyrir sunnan Bagdad í morgun.

Serbar mótmæla í Kosovo

Um tvö þúsund serbneskir íbúar í bænum Mitovica í Kósóvó mótmæltu í dag sjálfstæðisyfirlýsingu landsins.

79 Kúrdar hafa fallið í átökum við Tyrki

Tyrknesk yfirvöld sögðu í dag að 79 kúrdískir uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum við tyrkneska herinn í norðurhluta Írak síðan hersveitir fóru inn í landið á fimmtudagskvöld. Sjö tyrkneskir hermenn hafa fallið í sömu átökum að sögn yfirvalda.

Tveir létust í Beit Hanoun

Tveir Palestínumenn létust og sá þriðji særðist þegar ísraelskt flugskeyti sprakk í grennd við bæinn Beit Hanoun á Gaza ströndinni í morgun.

Yfir 50 láta lífið í bardögum í Norður-Írak

Að minnsta kosti fimm tyrkneskir hermenn hafa látið lífið í bardögum í Norður Írak frá því innrás tyrkja hófst á fimmtudaginn. Á sama tíma hafa um 50 kúrdískir skæruliðar fallið að sögn tyrkneska hersins.

Sarkozy vill að Rasmussen verði leiðtogi ESB

Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, vill heldur að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, verði nýr leiðtogi Evrópusambandins en Tony Blair en Jean-Claude Juncker.

Bandaríkjamenn kalla sendiráðsfólk í Serbíu heim

Bandaríska sendiráðið Belgrad í Serbíu hefur fyrirskipað tímabundinn brottflutning flestra starfsmanna sinna þaðan. Í gær réðust um eitt þúsund mótmælendur að sendiráðinu og lögðu að því eld. Mikil reiði ríkir meðal margra Serba vegna viðurkenningar Bandaríkjamanna á sjálfstæði Kosovo.

Spitfire flugkonur heiðraðar

Breskar konur sem ferjuðu Spirfire orrustlflugvélar í síðari heimsstyrjöldinni fá nú loks viðurkenningu fyrir störf sín.

Lífstíðardómur fyrir morð á fyrirsætu

Maður sem myrti unglingafyrirsætuna Sally Anne Bowman utan við heimili hennar í London hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Lík stúlkunnar sem var 18 ára fannst við hliðiná gám í Croydon í suðurhluta London í september 2005.

Fiskistofnar nálgast hrun um allan heim

Samspil ofveiða og loftslagsbreytinga gæti valdið hruni í fiskistofnum um allan heim á næstu áratugum, að sögn yfirmanns Umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Breskur fjöldamorðingi fékk lífstíðarfangelsi

Fjöldamorðinginn Steve Wright hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að myrða fimm konur í Suffolk árið 2006. Dómurinn er sá þyngsti sem hægt er að kveða upp í landinu. Kviðdómur var minna en átta tíma að taka ákvörðun um að dæma Wright fyrir dauða kvennanna sem fundust í Suffolk og höfðu allar verið afklæddar og kyrktar.

Leitað að flugvélinni í Andesfjöllum

Enn er leitað að flaki flugvélarinnar sem brotlenti með 46 farþega innanborðs í afar slæmu veðri í Venesúela í gær. Björgunarsveitir leita í kulda í harðgerðu landslagi Andesfjalla en við sólarupprás hafði hvorki fundist tangur né tetur af vélinni.

ESB segir Serbum að vernda sendiráð

Evrópusambandið hefur óskað eftir því að Serbía verndi erlend sendiráð í landinu eftir ofbeldi í Belgrad í gær. Serbar sem reiddust stuðningi vesturlanda við sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo kveiktu í bandaríska sendiráðinu og réðust á sendiráð Breta, Þjóðverja, Króata, Belga og Tyrkja.

Báðir flugmennirnir sofandi

Talið er að báðir flugmenn farþegaþotu á Hawaii hafi sofnað undir stýri á leiðinni frá Honolulu til Hilo, í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir