Erlent

FARC ætla að sleppa gíslum í Kolombíu

Kólombíumenn mótmæltu FARC á dögunum.
Kólombíumenn mótmæltu FARC á dögunum.

FARC skæruliðasamtökin í Kólombíu ætla að leysa fjóra af gíslum sínum úr haldi í þessari viku. Gíslarnir eru allir fyrrum þingmenn í landinu og hafa verið í haldi samtakana árum saman.

Háttsettir embættismenn í bæði Kólombíu og Venesúela hafa staðfest að samningar hafi tekist við FARC um að gíslarnir losni á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×