Fleiri fréttir

Öldungardeildarþingmenn nauðlentu í Afganistan

Þyrlur á vegum bandaríska hersins í Afganistan þurftu að nauðlenda í fjalllendi þar í gærkvöldi vegna blindbyls sem þær lentu í. Um borð í einni þyrlunni voru öldungardeildarþingmennirnir John Kerry, Jo Biden og Cuck Hagel.

Fordæma árásina á bandaríska sendiráðið í Serbíu

Árásirnar sem gerðar voru á bandaríska sendiráðið í Belgrað höfuðborg Serbíu og þrjú önnur sendiráð í borginni í gærkvöldi hafa verið fordæmd af Bandaríkjastjórn og Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Dómari í Díönu-rannsókn varar við lítilsvirðingu

Dómarinn yfir réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur varað þá sem fjalla um málið við að lítilsvirða ekki réttinn. Mikill áhugi er á málinu á alþjóðavísu auk þess eru raddir um að hætta við rannsóknina að verða háværari. Það á sérstaklega við eftir umfjöllun um vitnisburð Mohamed Al Fayed faðir Dodi ástmanns prinsessunnar, og Sir Richard Dearlove fyrrverandi yfirmanns bresku leyniþjónustunnar MI6.

McCain hafnar fréttum af framhjáhaldi

Repúblíkaninn John McCain hefur hafnað fréttum dagblaðs um að hann hafi átt í óviðeigandi sambandi við konu sem var fulltrúi hagsmunasamtaka. McCain segir frétt New York Times um að náið samband þeirra hafi snúið honum á sveif með skjólstæðingum hennar væri röng og konan væri bara „vinur.“

Serbar mótmæla við landamæri Kosovo

Hundruð fyrrverandi serbneskra hermanna hafa í morgun mótmælt sjálfstæði Kosovo með því að henda steinum að óeirðarlögreglu Kosovo við landamæri Kosovo og Serbíu. Fréttamaður Reuters á staðnum á staðnum greindi frá þessu. Kosovolögreglan fékk stuðnin Tekkneskra herdeilda í óeirðabúningum.

Sterkur jarðskjálfti í Nevada

Jarðskjálfti um 6,0 á Richter reið yfir Nevada klukkan 14:15 að íslenskum tíma í dag samkvæmt heimildum jarðfræðimælinga Bandaríkjanna. Upptök skjálftans voru 24 kílómetra suðaustur af Wells í Nevada.

Bretar biðjast afsökunar á fangaflugi CIA

David Miliband utanríkisráðherra Breta viðurkenndi á breska þinginu í dag að tvö fangaflug CIA með grunaða hryðjuverkamenn hefðu lent í á bresku svæði árið 2002. Í báðum tilfellum lentu vélarnar á Diego Garcia eynni á bresku yfirráðasvæði í Indlandshafi.

Milljónir fylgdust með tunglmyrkva

Á Stjörnufræðivefnum segir að tunglmyrkvar eigi sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls.

Ólympíumót æskunnar 2010 í Singapúr

Alþjóða ólympíunefndin tilkynnti í dag að fyrsta Ólympíumót æskunnar yrði haldið í Singapúr árið 2010. Nýju leikarnir eru hannaðir til að auka áhuga á Ólympíuleikum meðal unglinga. Singapúr hafði betur í baráttunni við Moskvu, sem var eini aðri keppandinn um að halda leikana.

Kallað eftir hærra áfengisverði í Bretlandi

Samtök lækna á Bretlandi hafa kallað eftir hærri sköttum á áfengi og banni við tilboðum á áfengum drykkjum til að berjast gegn óhóflegri áfengisdrykkju um helgar. Á fréttavef Sky segir að samtökin þrýsti nú á ríkisstjórnina að breyta lögum til að tryggja ábyrg verð á alkahóli.

Stúlka sem sást í Montpellier var ekki Madeleine

Franska lögreglan segir að stúlka sem sást á veitingastað nálægt frönsku borginni Montpellier hafi ekki verið Madeleine McCann. Hollenskur ferðamaður hélt því fram að hann hefði séð stúlkuna í fylgd karlmanns. Lögregla tók myndir úr öryggismyndavélum veitingastaðarins til rannsóknar.

Horta á batavegi

Jose Ramos Horta, forseti Austur-Timor, er nú á batavegi eftir banatilræðið fyrr í mánuðinum.

Segist hafa njósnað um hreyfingu Kasparovs fyrir FSB

Rússneskur karlmaður, sem staddur er í Danmörku, heldur því fram að hann hafi starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna FSB og hafi haft það hlutverk að komast inn í stjórnmálahreyfingu Garrís Kasparpov, fyrrverandi heimsmeistara í skák.

Darwin kominn til Florida

Yfirvöld menntamála í Florida hafa fallist á að gera þróunarkenningu Darwins að skyldugrein í skólum fylkisins.

Rosaleg Corvetta á leiðinni

Ný Corvetta er á leiðinni sem á að keppa við evrópska ofursportbíla eins og Ferrari, Porche og Lamborghini.

Norðmenn verða enn ríkari

Norðmenn hafa fundið enn eina risastóra gaslind á landgrunni sínu. Gaslindin fannst vestur af Sognefjord, á milli tveggja annarra linda.

Létt yfir forseta Bandaríkjanna

George Bush forseti Bandríkjanna hefur verið á ferð í Afríku undanfarna daga og heimsótt mörg Afríkuríki. Lítið hefur farið fyrir þessu í fréttum.

Tryggingafélög rukka börn

Dönsk tryggingafélög segjast hiklaust munu senda börnum reikninga fyrir skemmdum sem þau hafa valdið í óeirðunum undanfarna daga.

Þrír látnir eftir jarðskjálfta á Indónesíu

Að minnsta kosti þrír létust og 25 slösuðust alvarlega í sterkum jarðskjálfta sem reið yfir Aceh hérað í Indónesíu í morgun. Fjölmargar byggingar skemmdust í skjálftanum sem var 7,5 á Richter og átti upptök sín nálægt eynni Simeulue, 319 km frá strönd Súmkötru.

Skóda með vígtennur

Skoda bílar dagsins í dag þykja ágætlega smíðaðir, enda Skoda komin í samkrull við Volkswagen.

Fyrrverandi yfirmaður MI6 neitar morði Díönu

Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6 hefur neitað því staðfastlega að bera ábyrgð á dauða Díönu prinsessu af Wales. Sir Richard Dearlove var yfirheyrður við réttarrannsóknina sem nú fer fram í London. Vitnisburðurinn þykir sögulegur í ljósi þess að meginregla MI6 er að svara aldrei ásökunum gegn þjónustunni.

Mótmæltu endurbirtingu Múhameðsteikninga

Yfir 200 manns söfnuðust saman fyrir framan danska sendirráðið í Jakarta í Indónesíu í morgun til að mótmæla skopmyndum danskra dagblaða af Múhameð spámanni.

Hjónaband ógilt eftir 10 ár vegna fíkniefnaneyslu

Kona hefur fengið hjónaband sitt ógilt eftir 10 ára baráttu í ítalska dómskerfinu en hún kom að eiginmanninum reykjandi hass á brúðkaupsnóttina. Konan er úr afar íhaldssamri ítalskri fjölskyldu í Campagna og fékk algjört sjokk, en maðurinn hafði sagt henni að hann snerti ekki eiturlyf fyrir brúðkaupið.

Sex hengdir í Íran

Sex menn voru hengdir í Íran í dag fyrir vopnað rán. Samtökin Amnesty international segja að hvergi í heiminum séu aftökur jafn tíðar og í Íran.

Þjóðverjar viðurkenna sjálfstæði Kosovo

Ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara Þýskalands samþykkti formlega í dag að viðurkenna Kosovo sem sjálfstætt ríki. Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra landsins hafði tilkynnt á mánudag að sjálfstæði Kosovo yrði viðurkennt. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar er fundinum enn ekki lokið í Berlín þar sem ákvörðunin um sjálfstæðisviðurkenninguna var tekin.

Prestur á Flórída hvetur hjón til daglegs kynlífs

Prestur í Flórída hefur hvatt alla gifta meðlimi safnaðar síns til að stunda kynlíf á hverjum degi í einn mánuð. Um leið hvetur hann hina einhleypu til að stunda skírlífi á sama tímabili.

NATO lokar norðurlandamærum Kosovo

Herlið á vegum NATO hefur lokað norðurlandamærum Kosovo að Serbíu eftir að reiðir Serbar réðust þar á tvær landamærastöðvar og kveiktu í þeim en þær voru mannaðar af lögreglu og friðargæsluliðum frá Sameinuðu þjóðunum.

Musharraf ætlar að sitja áfram sem forseti Pakistan

Pervez Musharraf forseti Pakistan segir að hann hafi alls ekki í hyggju að segja af sér embættinu þrátt fyrir stórsigur stjórnarandstöðuflokkana í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni.

Barak Obama sigraði í Wisconsin

Barak Obama sigraði í forkosningunum í Wisconsin í nótt og er þetta níundi sigur hans í röð í baráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Kosningar í Pakistan gætu dregið dilk á eftir sér fyrir Musharraf

Flokkur Pervez Musharrafs forseta Pakistans hefur viðurkennt ósigur sinn í þingkosningunum sem fóru fram í gær. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir forsetann. Það var kosið til þings í Pakistan og það hefur ekki bein áhrif á stöðu forsetans.

Sjá næstu 50 fréttir